Hönnunarmars – fyrir hana

Hefði ég haft ótakmarkað fjármagn á Hönnunarmars hefði ég örugglega þurft heila kerru undir allt það sem ég gat hugsað mér að eignast. Þessa hönnun/vörur hefði ég gjarnan viljað hafa með mér heim:

Þessar töskur koma í mörgum litum og tveimur stærðum og fást í Hrím

Sláin Arna frá Geysi vermir á köldum sumarkvöldum

Sumarlína KronByKronKron er geðsjúklega flott í ár

Tryllt munstur í nýju klútalínu GoWithJan

Ég er alltaf til í flík frá Volcano

Hönnunarmars – fyrir börnin

Um síðustu helgi þræddi ég Hönnunarmars og drakk í mig menningu og fallega hönnun. Stemningin var með ólíkindum, margt um mannin og heilmargt að sjá. Mér datt í hug að setja inn nokkra pósta með því helsta sem fyrir augu bar bæði á sýningum og í hinum ýmsu verlsunum.

Fyrst eru það blessuð börnin en mikið var um fallega hönnun bæði í leikföngum, húsbúnaði og fatnaði fyrir þau yngstu. Þetta er mín uppáhöld:

Fallegar tréfígúrur eftir marún design


Barnamatarstell með myndum úr bókinni Dimmalimm – hönnun: Ísafold

ÞÚFI leikstaður fyrir börn – samstarf þriggja hönnuða

Kubbar – eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur í samstarfi við eiginmann hennar

Nýja vor/sumar 2012 línan frá Igló

Bimbi – vegglímmiðar eftir Herdísi Björk Þórðardóttur

Hunangsfingur með sítrónuglassúr

Örverkefni tvö í áfanganum letur og ljósmyndir. Klikkið á myndina til þess að sjá hana stærri (og jafnvel prenta) ég uppfæri svo um leið og þetta er fullklárt.

A B C D

Fyrsta vika af nýjum áfanga er senn að ljúka í skólanum en hann heitir letur og ljós og er unnið með myndavél, Lightroom og In Design. Við fengum þrjú örverkefni, það fyrsta að mynda stafi í umhverfinu, þ.e. ekki á skiltum og þess háttar heldur áttum við að horfa á umhverfi okkar og finna form stafanna þar. Mín útkoma er hér að neðan og fannst mér heppnast mjög vel, ég set svo inn hin verkefnin um leið og þau klárast.

 

Stop Motion

Nýjasta verkefnið mitt úr skólanum er Stop Motion, en þá eru teknar ljósmyndir og þær settar saman í videó. Verkefnið félst í því að velja sér orðatiltæki eða málshátt og myndgera það á einn eða annann hátt án þess að notast við lifandi módel. Ég valdi mér „Þú uppskerð eins og þú sáir“ og ákvað að nota LEGO til að sýna Hr. Hressann og Hr. Latann lifa sínum lífum og hvernig þeir uppskera í lok dags. Þetta er útkoman:

 

Rice Krispies

Eftirlæti allra barna og eitthvað sem fullorðnir stelast til að fá sér af í öllum barnaafmælum, Rice Krispies kökur geta ekki klikkað. Mamma gerði kransakökur úr þessu einfalda hráefni fyrir fermingar okkar systkina og vakti alltaf mikla lukku þar sem marsipan er ekki mitt eftirlæti. Eftirfarandi er uppskrift sem er lausari í sér en uppskriftin hennar mömmu, en engu að síður mjög góð:

100 gr mars
100gr suðusúkkulaði
10 mtsk sýróp
120 gr smjörlíki

Allt brætt vel saman í potti, tekið af hitanum og 200gr af Rice Krispies blandað út í, passa að hræra vel. Smjörpappír settur í ferkantað mót (1-2 fer eftir stærð), blöndunni hellt ofan í og þjappað mjög vel. Kælt og skorið í ferninga.

Skattholið fína

Eiginmaðurinn heldur því fram að ég eigi plássfrekasta áhugamál sem til er; að safna húsgögnum. Ég varð að játa það á mig þar sem ég stóð uppá gámasvæði í sumar og tók mynd af illa förnu skattholi á símann minn í  þeim tilgangi að sannfæra hann um að þetta umkomulausa húsgagn hreinlega yrði að fá samastað hjá okkur.
Það var ekki fallegt að sjá greyið, vatnsblettir, krot innan í skúffum og brotinn fótur. En ég dröslaði því samt í geymslu hjá pabba gamla og ákvað að finna tíma til að gera það upp. Sá tími kom í desember, pabbi vinkonu minnar gerði við fótinn, ég pússaði það létt upp, bar á það olíu og veggfóðraði skúffurnar með veggfóðursafgangi sem ég átti. Skattholið fékk svo fínann stað fram á gangi þar sem það mun koma til með að geyma ýmsar gersemar. Eiginmaðurinn (sem var mjög efins um þetta ævintýri) er meira að segja búinn að eigna sér eina af litlu skúffunum undir lykla og síma, sem er gott mál svo fremi sem ég fæ að halda áfram að draga heim húsgögn!

Eins og sést þá var gripurinn ekki mikið fyrir augað, ég splæsti í tekkolíu og veggfóðurslím hjá Litalandi, veggfóðrið átti ég fyrir og tíminn sem fór í þetta var um það bil 4 tímar. Ekki amalegt, myndgæðin eru reyndar ekki þau bestu svona í skammdeginu en þið sjáið vonandi muninn!