Fjarstýringuhólfið fína

Ég hef lengi verið hrifin af FLÖRT, fjarstýringuhólfinu frá IKEA:

Hins vegar fannst mér litirnir sem IKEA býður uppá ekki fara vel við ljósa sófann okkar auk þess sem að fjarstýringarnar við sjónvarpið eru ekki í stöðluðum stærðum. Nú voru góð ráð dýr þar sem við vorum sammála um það að fjarstýringuhólfið myndi létta verulega á sófaborðinu okkar. Því brá ég á það ráð að gera tilraun til þess að sérsauma fjarstýringuhólf með hólfum í réttri stærð og það besta var, efni af eigin vali! Útkoman var þessi:

Eftir að hafa teiknað upp smá skissu og reiknað út efnisþörf, valdi ég efni frá Amy Butler, en þau fást í Storkinum. Ég styrkti efnið með flísolíni, bjó til skábönd úr sama efni og nostraði pínu við fráganginn. Ég er hæstánægð með fjarstýringuhólfið og vona að þið kunnið að meta útkomuna.

Með von um að veita ykkur innblástur – maría

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s