Sítrónuilmur í örbylgjuofninn?

Ég er búin að draga það óendanlega lengi að þrífa örbylgjuofnin, við hjú erum hvorugt dugleg að nýta okkur plasthlífina sem er til á heimilinu og þar sem við erum bæði ætíð á þönum hefur þetta verkefni setið á hakanum.                      

 

Á ferð minni um netheim rakst ég á heimasíðu Kvenfélagasambands Íslands sem nefnist Leiðbeiningastöð heimilanna en þar má finna ýmis húsráð, uppskriftir og annað nytsamlegt. Þar á meðal var að finna gott ráð við þrif á örbylgjuofni og leyfi ég því að fylgja hér með:

  •   Setjið vatn í skál (sem þolir örbylgju)
  • Skerið sítrónu í sneiðar (ég hafði mínar c.a. 0,5cm á þykkt) og setjið út í skálina
  • Stillið örbylgjuofninn á hæstu stillingu, setjið skálina inn og hitið í 2 mínútur.
  • Takið skálina út, þurrkið óhreynindin með rökum klút og farið því næst yfir ofninn með þurrum klút.

Þetta er súpereinfalt, virkar mjög vel og það kemur léttur sítrusilmur í örbylgjuofninn sem er mjög frískandi – endilega prufið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s