Púðadúkka

Vinafólk okkar á dásamlega dóttur sem heitir Snædís, en hún varð tveggja ára fyrr í sumar. Mig langaði til að gera handa henni púðadúkku og sá fyrir mér að það gæti fallið vel í kramið hjá tátu eins og Snædísi. Ég verslaði dúnpúðafyllingu í Rúmfatalagernum, sem ég tók í sundur og bjó til nýtt ver í réttri stærð sem ég fyllti með fiðrinu (ekki góð hugmynd – útskýrist síðar í póstinum). Mér fannst við hæfi að hafa hana í glaðlegum litum og hafði því hvítann í grunninn hjá höfðinu og marglitt efni með. Þetta er úkoman:

Glaðlegir litir

Afmælistáta

Mér fannst praktískara að það væri hægt að taka fyllinguna úr og þvo verið svo ég setti tölur að aftan. Sem reyndist svo vera rétt ákvörðun þar sem að daman er víst ansi dugleg að týna fjaðrirnar sem standa út úr verinu foreldrunum til ama. Stefni á að gera pólýesterfillingu og skipta til að létta ryksugunni þeirra lífið. Sæt gjöf í stúlknaherbergið eða þæginlegur púði á ferðalagi sem virkar líka sem ferðafélagi – verð vonandi komin með nokkur eintök í verslanir fyrir jólin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s