Grjónapúðar í Sirku

Ein uppáhalds-verslunin mín hér á Akureyri er Sirka. Þar fæst allt milli himins og jarðar til að prýða heimilið og er hver hlutur öðrum fegurri þar inni. Það gladdi mig því mjög þegar eigandi verslunarinnar, Elín, féllst á að hafa handgerða grjónapúða eftir mig í búðinni hjá sér.

Grjónapúðarnir eru úr sérstaklega fallegu og mjúku bómullarflóneli. Grjónin eru valin með tilliti til þess að þau falli vel að líkamanum og stingi ekki. Púðinn er góður á aumar axlir, þreytt bak eða kaldar tær. Við eigum þrjá púða heima sem við notum mikið, ektamanninum finnst gott að hafa sinn á hausnum á meðan ég kýs að hafa einn á öxlum eða baki en hinn á freðnum tánum 🙂

Endilega kíkið í Sirku – það er ekki annað hægt en að fyllast innblástri og vellíðan af að kíkja þar inn.

m

3 athugasemdir við “Grjónapúðar í Sirku

 1. Glæsilegt hjá þér að koma þeim inn í Sirku, þú ert snillingur 🙂

 2. sæl María, var að uppgötva þetta blogg þitt. Þú hefðir nú átt að segja mér frá því á sínum tíma 😉 ég ætla að bæta þér í blogg listann á Sirkusíðunni en þar inn hef ég enn aðgang;).er það ekki í lagi?
  Hlakka svo til að fylgjast með þér í framtíðinni og vertu dugleg að setja hér inn allar þar sniðugu hugmyndir sem þú færð.
  Kær kveðja,
  Elin ( gamli Sirku eigandi)

  • Sæl Elín

   Kærar þakkir, endilega skelltu mér inn – hér fara að detta inn ný blogg hvað á hverju, var að fá tölvuna úr yfirhalningu, nú er bara að spýta í lófana!

   Sumarkveðjur
   María

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s