Flutningar

Elskulega Brekkukotið okkar er nú selt, við flytjum þó ekki langt og höldum okkar innan hverfisins sem við elskum svo mikið. Við fengum snotra en rúmgóða íbúð til leigu á meðan við leytum að framtíðarhúsnæði og snúast dagdraumar um ýmislegt sem skal framkvæmt á nýja staðnum. Ég stóðst ekki mátið og fór á stúfana í leit að húsgögnum til að fylla upp í fermetrafjöldan þar sem litla búslóðin okkar dugar skammt í allt þetta rými. Hagsýn húsmóðir hugsar um hverja krónu og lá beinast við að kíkja inn á Barnaland og viti menn datt ég ekki niður á þennann dásamlega eldhúsbekk fyrir slikk:

Mig dreymir um að pússa hann upp, lakka og fylla af litríkum púðum eða sessu. Eiginmaðurinn er í Höfuðborginni og sótti bekkinn í gær, hann fullyrti að þetta hefðu verið kostakaup og ég myndi hoppa af gleði við að sjá hann – ég bíð spennt 🙂 Ég kíkti líka í Fjölsmiðjuna á Akureyri þar sem beið mín forlátur fermingarbeddi, en þeir sem ekki kannast við slíka gripi þá er þetta einskonar sófi með rúmfatageymslu í bakinu – þegar maður svo dregur armana á honum út má setja bakstykkin þar niður og búa til bedda. Hann er úr tekki með grænu áklæði – ég hugsa að hann endi í einhverjum glaðlegum lit með nýrri yfirdekkingu. Ekki slæm fjárfesting fyrir 2500kr.  🙂

Ég hvet alla þá sem eru að stækka við sig að hugsa sig tvisvar um áður en allt er keypt nýtt, það má finna ótal falleg húsgögn og muni á nytjamarköðum og netinu ef maður bara hefur snert af þolinmæði, smá hugmyndaflug og dass af málningu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s