Formkökukeppni mömmur.is

Snillingarnir hjá mömmur.is efndu nýlega til keppni í formkökuskreytingum. Ég mátti til með að senda inn framlag í keppnina og fyrir valinu urðu Formkökuísarnir mínir sem ég gerði fyrir viðburðinn Mömmur og Muffins á Akureyri.

Ég keypti þessi litríku ísform í Mega Store og fyllti þau með nammi til að gera þau stöðug:

Þá bakaði ég gulrótarmöffins og festi þau ofan í ísformin með því að sprauta rjómaostakremi innan í kantinn:

Þvínæst sprautaði ég kreminu utan á muffinsin og toppaði með hlaupdoppum í stíl við formin og voila:

Það var æðislega gaman að sjá lítil börn taka sér „ís“ í hönd og uppgötva að hann var ekki kaldur, taka svo lítinn bita og fatta að þetta var kaka en ekki ís. Ennþá dásamlegra var að fylgjast með svipnum á þeim þegar nammið í botninum var uppgötvað og mátti heyra „mamma það er nammi!“ galað yfir allann Listigarðinn.

Mig langar til þess að endurtaka leikinn og prufa mig meira áfram á þessu sviði – muffins eru svo einstaklega einföld í framkvæmd og svo dásamlega góð á bragðið 🙂

2 athugasemdir við “Formkökukeppni mömmur.is

  1. Ótrúlega skemmtilegar hugmyndir hjá þér, María! Bæti blogginu þínu á bloggrúntinn 😉
    kv. Eyrún fimmtudagsföndrari

  2. Takk fyrir það Eyrún – á ekkert að koma með comeback á nýju ári? Ég er farin að sakna þess pínu að geta ekki kíkt á nýtt föndur á Föstudagsmorgnum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s