Fyrir og eftir: Fermingarbekkur

Okkur sárvantaði fleiri stóla/sófa þegar við fluttum og þar sem við áttum bara tveggja og hálfs sæta sófa þá fór ég á stúfana í leit að einhverju ódýru en sniðugu. Eftir að hafa þrætt Bland í nokkra daga án árangurs, rakst ég á mynd af gömlum fermingarbekk hjá Fjölsmiðjunni á Akureyri fyrir litlar 2500kr og keypti hann meira fyrir nostalgíuna en praktík. Hann reyndist svo vera hin mesta gersemi og er þannig gerður að undir sessunni er rúmfatageymsla, hægt er að draga út armana og leggja bakpullurnar niður í endana og búa til legubekk/rúm.

Ég var nú ekkert sérstaklega hrifin af áklæðinu á bekknum, en það er mjög þykkt og svampurinn og gormarnir í góðu lagi, þannig að í stað þess að bólstra hann uppá nýtt þá ákvað ég að sauma utan um hann áklæði. Til verksins leitaði ég að efni í eigin fórum og fann fallegan bómullardúk sem ég keypti á útsölu í Rúmfatalagernum fyrir löngu síðan. 

Ég mældi svo bekkinn og pullurnar gróflega og sneið eftir málunum búta. Allir kantar á bútunum voru svo zik zakkaðir svo að efnið myndi ekki rekjast upp. Þvínæst títaði ég áklæðið í rétt form eftir svampnum og saumaði svo eftir títuprjónunum. Til að ganga almenninlega frá ætla ég að hefta áklæðið niður með heftibyssu svo að efnið strekkist fallega yfir, í millitíðinni títaði ég það bara niður að framan fyrir myndatöku. Afraksturinn af þessu ævíntýri er svo eftirfarandi, ég er mjög skotin í bekknum svona ferskum og á örugglega ekki eftir að tíma að láta bekkinn frá mér þegar við loks eignumst nýjann sófa:

Kostnaður: Bekkur – 2500kr, Bómullardúkur – 1690kr, Tími – 2 klukkustundir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s