Vorið er komið…….

……………….. já eða allavega í eldhúsinu okkar. Tengdaforeldrarnir gáfu okkur um daginn ljóskúpul í eldhúsið sem hafði munað sinn fífil fegurri. Við þáðum hann með þökkum, og leyfi til að gera hvað sem okkur dytti í hug við hann. Kúpullinn er fallegur í laginu og því ákváðum við að leyfa honum að njóta sín eins og hann er, en ákváðum að fríska uppá hann með smá spreylakki.

Við völdum fallegan sóleyja-gulann lit og kom það í hlut eiginmannsins, sem er handlagin með eindæmum, að teypa og spreyja. Kúpullinn er hvítur innan í en gulur að utan og frískar núna heldur betur uppá eldhúsið:

Kostnaður: Kúpull – gefins, Sprey og grunnur – 2890kr, Tími – 4 tímar með bið á milli umferða. Ekki slæmt 🙂

3 athugasemdir við “Vorið er komið…….

  1. Nei alls ekki slæmt, æðislegur litur 🙂

  2. Heyrðu ég skellti mér í IKEA á suðurferð minni um helgina og nældi mér í litaða lampasnúru fyrir 412 kr! takk fyrir túkall. Ekki dýrt það,
    nú ætla ég bara að skella mér í smá yfirhalningu og ég mun eignast nýtt ljós eins og þú fyrir skít og ekki neitt:) Takk fyrir þetta ráð!

  3. Geggjað – var að kíkka á netið, sá flottar snúrur á 695kr hjá IKEA. Spurning um að kíkka á þær þegar ég á leið suður næst 🙂 Hlakka til að sjá þína útkomu 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s