Bananamuffins með súkkulaðibitum

Sunnudagsmorgnar eru að mínu mati sérlega hentugir til baksturs. Þennann morgun var komin tími á að baka bananamuffins, já eða tími til kominn að baka muffins úr vel þroskuðu bönununum sem voru að syngja sitt síðasta. Læt hér fylgja uppskrift af þessari dásemd – en hún er einföld í framkvæmd og smakkast mjög svo vel:

245 gr hveiti
100 gr sykur
50 gr ljós púðursykur/dökkur er í lagi ef hinn er ekki til
1 tesk. lyftiduft
1/2 tesk matarsódi
1/4 tesk salt
100 gr brytjað dökkt (eða hvítt) súkkulaði/ég hef líka notað konsum dropa

2 stór egg
113 gr smjör, brætt og kælt
3 vel þroskaðir bananar
1 tesk vanilludropar

Aðferð:
Ofninn stylltur á 180 gráður. Þurrefnunum er blandað vel saman í hrærivélaskál. Smjörið er brætt og kælt í annari skál, eggjunum hrært við (ég nota gaffal), bananarnir afhýddir og stappaðir vel saman við og svo vanilludropum bætt út í og hrært vel. Bananastöppunni er þvínæst blandað út í hrærivélaskálinna og allt saman hrært vel. Ég baka þessa uppskrift alltaf í sílíkonmuffinsformum sem ég keypti í Bónus á sínum tíma. Uppskriftin nægir í 12 stór muffins. Bakist í 20-25 mín á 180 gráðum.

Muffinsið er best nýbakað en geymist þó ágætlega í nokkra daga eftir bakstur. Þá er líka gott að taka það ilmandi nýtt úr ofninum og hafa með því eins og eina kúlu af vanilluís : )

4 athugasemdir við “Bananamuffins með súkkulaðibitum

  1. er með þetta í ofninum núna og bíð spennt eftir að smakka 🙂

  2. Frábært! Hlakka til að heyra dóma 🙂

  3. nammigott gerði svo rjómaostskrem ofaná því mig langaði til að gera þær „fallegar“ en góðar eru þær 🙂

  4. NAMM! ég elska rjómaostakrem, get alveg borðað það með skeið! Gott að vel heppnaðist, það eru fleiri uppskriftir í bígerð eftir próf og skil 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s