Kanilhnútar

Frá því ég man eftir mér hef ég verið vitlaus í kanil, ég drekkti yfirleitt mjólkurgrautnum mínum með honum, þrjóskaðist til að tyggja Big Red tyggjó þó mér þætti það alltof sterkt og svona mætti lengi telja. Best þótti mér þó (og þykir enn) nýbakaðir kanilhnútar hjá mömmu – krakkarnir í hverfinu hópuðust oft á pallinn hjá okkur í den þegar mamma hóaði í kaffi (meira að segja synir bakarans í næsta húsi), svo góðir eru þeir. Ég baka þá oft sjálf, þeir eru mjúkir, bragðgóðir og hentugt að eiga þá í frysti þegar óvænta gesti ber að garði. Eftirfarandi er uppskrift af þessari sælu:

1 kg hveiti
4 msk þurrger (2 pakkar þurrger)
6 msk sykur
1 tesk salt
3 stk egg
4,5 dl mjólk
150 gr smjörlíki

Mjólk og smjörlíki er iljað saman í potti þar til smjörlíkið hefur bráðnað – alls ekki láta sjóða. Þurrefnunum er blandað vel saman í skál og eggjunum þvínæst bætt útí. Mjólkurblöndunni er svo blandað út í deigið og allt hnoðað saman. Látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma undir hreinu og röku viskastykki.

Skiptið deiginu upp í fjóra parta, fletjið hvern og einn út í aflangann ferning. Bræðið smá smjörlíki og penslið ofan á útflatt deigið, dreifið hæfilegu magni af kanelsykri yfir. Takið pizzaskera/kleinuskera og skerið deigið í c.a. 3cm lengjur á eftir lengri hlið deigsins. Takið hverja lengju fyrir sig, brjótið saman langsum og hnýtið hnút – leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Þegar allir hnútarnir eru tilbúnir og konmir á plötu látið þá hefast í c.a. 20 mín.

Hitið ofninn á 200gráður. Penslið hnútana með eggjablöndu (eitt egg og dass af mjólk slegið saman). Bakið í miðjum ofni í c.a. 12 mín (fer eftir stærð hnútanna). Þeir ættu að líta svona út þegar þeir eru tilbúnir:

Borðist nýbakað með ískaldri mjólk – afgangurinn fer svo í frystinn til betri tíma!

5 athugasemdir við “Kanilhnútar

  1. Jömmmí! Verð að prófa þetta!

  2. ohh ég fékk vatn í munninn við að lesa þetta….. ég á eftir að prófa þetta.

  3. Verð að prófa þessa, ekkert smá girnilegir 🙂

  4. Ragnhildur Jonsdottir

    Er thetta ekki tsk ger?

  5. Nei það er svo merkilegt að það þarf tvo pakka af þurrgeri sem er akkúrat 4 matskeiðar – set það í sviga við uppskriftina til að árétta það 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s