Hvar á ég að sitja?

Það er ekki nóg að raða fólki í sæti í brúðkaupi, það þarf að merkja borðin vel svo að fólk eigi auðveldara með að finna sitt borð. Okkar lausn var einföld, ódýr og mjög skemmtileg. Við keyptum litlar minnisbækur í Tiger sem við notuðum sem borðavísi. Utan á hverja bók fór smá skraut og svo númerið á borðinu, inní bókinni ver penni, líka úr Tiger, og máttu gestir skrifa hvað sem er í bækurnar – trúið mér við engdumst um af hlátri við lesturinn daginn eftir!
Ég notaði silfurlitann glimmergjafapappír til að búa til borðnúmer og afskorninga af boðskortunum til skrauts. Framkvæmdin er á þessa leið:

 1. Tölustafirnir prentaðir út í réttri stærð úr Word
 2. Þeir kliptir út og notaðir til þess að strika eftir á glimmerpappírinn, ég þurfti að strika stafina á rönguna á glimmerpappírnum og þess vegna snúa pappírsstöfunum öfugt.
 3. Glimmerstafirnir klipptir út
 4. Skrautið límt á og svo glimmerstafurinn
 5. Voila – tilbúið 🙂

Heildarkostnaður við gerð bókanna (9stk) var um 3500kr og við eigum skemmtilega minningu frá hverju og einu borði. Það má útfæra þessa hugmynd á marga vegu, nota annað letur í tölustafina, nota fallegann borða í stað blúndunnar, skipta út litunum, nota ljósmyndir í stað númers, götuheiti, trjátegundir og bara nefnið það – látið hugmyndaflugið ráða!

2 athugasemdir við “Hvar á ég að sitja?

 1. Ég elska síðuna þína Maja! Kem oft hingað inn og fæ smá innblástur – hlakka til að sjá meira frá brúðkaupinu, þar sem ég er að hjálpa systur minni með sitt sem er í ágúst – ekki slæmt að fá svona frábærar hugmyndir.

  Takk!
  Alfa

 2. Hæ Alfa

  Gaman að heyra og æðislegt að fá falleg komment 🙂 Það er smá bið í næsta brúðkaupspóst þar sem að talvan mín er í viðgerð – en ég er búin með allann texta og útskýringar svo það ætti að fara hratt inn!

  Gangi þér vel með að aðstoða systur þína, þetta er voða skemmtilegt en mikil vinna að halda utan um allt saman 🙂

  m

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s