Alþjóðlegi strumpadagurinn

Í dag er alþjóðlegi strumpadagurinn en þessar sígildu teiknimyndir eru órjúfanlegur hluti af minni æsku. Ég man eftir tilhlökkuninni um helgar þegar ég fór með mömmu og pabba í Hagkaup í Skeifunni því þar var sjónvarpsherbergi fyrir börn og strumparnir ætíð á skjánum.
Þegar við hjón vorum að plana brúðkaupið okkar veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að hafa kökutopp á eftirréttahlaðborðinu. Ég var búin að skoða mikið á netinu og velja þrjá sem mér leyst á og sýndi eiginmanninum sem hafði ekki mikla skoðun á þessum málum.
Ég rakst svo á þessi:

og sýndi eiginmanninum tilvonandi meira í gríni en alvöru og hann varð svo yfir sig hrifinn að ég átti ekki til orð. Hjónaband snýst um málamiðlanir og þó svo að ég hefði frekar viljað kökutopp sem passaði öðrum skreytingum þá fannst mér svo æðislegt hversu upprifinn eiginmaðurinn var af þessari tillögu að ég pantaði strumpahjúin og lítið hús með. Þau standa nú uppí hillu og minna ekki bara á dásamlegann dag heldur líka það að halda í barnið í sjálfum okkur.

2 athugasemdir við “Alþjóðlegi strumpadagurinn

  1. Rambaði óvart hingað inn, skemmtileg síða.
    Takk fyrir mig
    Marín

  2. Kíki hingað við og við. Skemmtileg síða hjá þér og skemmtilegar myndir sem fylgja bloggunum hjá þér 🙂
    Strumpahjónin eru æði 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s