Borðskreytingar

Þá að borðskreytingum úr brúðkaupinu. Það var mikið búið að pæla og spekúlera hér á bæ um hvernig skreytingar við vildum hafa, við vorum þó sammála frá upphafi; þær mættu ekki kosta mikið. Það kom sá dagur að ég fékk hugljómun þegar ég kláraði úr einni sultukrukku sem var svo falleg í laginu að  mér fannst mikil synd að hún færi í endurvinnsluna. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði rekist á skreyttar krukkur á mörgum hönnunarbloggum. Ég stakk því uppá því við ektamanninn að við myndum safna krukkum af ýmsum stærðum og gerðum, skreyta og setja svo kerti ofan í. Það varð eining um þetta og hófst þá söfnunin.

Það er skemst frá því að segja að við söfnuðum yfir 300 krukkum með dyggri aðstoð ættingja og vina. Eiginmaðurinn tók að sér að miðahreinsa krukkurnar og í sameiningu skreyttum við þær á ýmsann máta. Flest allt skrautið sem við notuðum áttum við hérna heima t.d. borða, blúndur og pappír. Ég fór svo og verslaði kökublúndu í Mega Store, við hjú týndum köngla í massavís og svo freistaðist ég til þess að kaupa skrautborða með lími í A4 og lakk í Föndru. Útkoman varð fjölbreytt, hér eru þær nýttar áfram inná heimilinu í bland við aðra skrautmuni:

Allt saman í okkar litum og vakti mikla lukku, þegar hafa margir fengið krukkurnar lánaðar og hafa þær verið notaðar í nokkur stórafmæli, jólahlaðborð og árshátíð. Mér reiknast til að heildarkostnaður við allar krukkurnar hafi verið tæpar 4000kr. Eftir brúðkaupið, sem var í Nóvember, pökkuðum við svo fallegustu krukkunum saman í selló, fjórar til fimm í hvern pakka, og gáfum vinum og ættingjum í aðventugjafir. Þær lýsa nú upp hús ástvina okkar um allt land og er bara gaman að því.

One response to “Borðskreytingar

  1. æðislegt!! ég hefði nú getað látið þig fá slatta get ekki hent krukkum heldur 😉 nýti mér þessa hugmynd 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s