Leynistaðurinn Laufás

Ég á mér lítinn leynistað, hann er reyndar opinn öllum, en mér finnst allt of fáir leggja leið sína þangað. Laufás er gamalt bæjarstæði austan megin í Eyjafirðinum og er gaman að heimsækja staðinn og hverfa aftur til liðinna tíma. Ég fór þangað þrisvar í sumar og hafði ánægju að í hvert sinn enda kyrrðin með ólíkindum og fegurðin engri lík. Þessar myndir eru teknar á svokölluðum starfsdegi í Laufási, en þá er boðið uppá allskonar kræsingar framreiddar á gamla mátann. Ég man enn í dag bragðið af áfum með kanil og rabarbarasaft, svo ekki sé minnst á hlóðabökuðu lummurnar.

Ég hlakka til næsta sumars þegar Laufás opnar dyr sýnar að nýju, á meðan lifir minningin um dásamlega sumardaga og himneskar veigar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s