Skinkuhorn

Þá er það enn ein klassíkin úr baksturshorni Brekkukots, en þessa uppskrift ólst ég upp við í æsku. Skinkuhorn eru vinsæl jafnt hjá börnum sem og fullorðnum, einföld í gerð og gómsæt. Uppskrift:

2 1/2 dl mjólk
100gr smjörlíki
1 pakki þurrger
1 tsk sykur
1 tsk salt
500 gr hveiti
1 askja smurostur að eigin vali

Hitið ofninn á 250 gráður. Smjörlíkið er brætt og mjólkinni svo bætt út í, yljað saman en alls ekki láta sjóða. Þurrefnunum blandað saman í skál og volgri blöndunni helt út í. Hnoðað vel saman og látið hefast í eins og klukkustund. Þá er deiginu skipt í tvennt og hvor hluti flattur út í hring. Hver hringur er svo skorinn út í 8 þríhyrninga eins og pizza.
Það má fylla hornin með hverju sem er, ég set oftast beikonsmurost og smá skinkukurl, þá hef ég einnig prufað að setja ostsneið, pizzasósu, skinkukurl og pepperóní. Fyllingin er sett á breiðasta enda hvers þríhyrnings, endarnir brotnir innaf og svo rúllað upp. Ég leifi svo hornunum að hefast í eins og 15 mínútur til að koma í veg fyrir að fyllingin bráðni út í bakstrinum.
Sláið egg og smá dass af mjólk saman og penslið hornin, dreifið þvínæst sesamfræjum eða birkifræjum yfir (fer eftir smekk). Bakið í 10-15 mínútur eða þar til gullinbrún. Látið kólna smá og njótið vel. Hornin geymast vel í frysti og er lítið mál að taka þau út og afþýða í örbylgju ef gesti ber að garði.

2 athugasemdir við “Skinkuhorn

  1. ohh skinkuhorn klikka aldrei, ætti að skella í horn í dag. Takk fyrir hvatninguna 🙂

  2. Verði þér að góðu – hlakka einmitt til þess að taka með í nesti á morgun 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s