Skattholið fína

Eiginmaðurinn heldur því fram að ég eigi plássfrekasta áhugamál sem til er; að safna húsgögnum. Ég varð að játa það á mig þar sem ég stóð uppá gámasvæði í sumar og tók mynd af illa förnu skattholi á símann minn í  þeim tilgangi að sannfæra hann um að þetta umkomulausa húsgagn hreinlega yrði að fá samastað hjá okkur.
Það var ekki fallegt að sjá greyið, vatnsblettir, krot innan í skúffum og brotinn fótur. En ég dröslaði því samt í geymslu hjá pabba gamla og ákvað að finna tíma til að gera það upp. Sá tími kom í desember, pabbi vinkonu minnar gerði við fótinn, ég pússaði það létt upp, bar á það olíu og veggfóðraði skúffurnar með veggfóðursafgangi sem ég átti. Skattholið fékk svo fínann stað fram á gangi þar sem það mun koma til með að geyma ýmsar gersemar. Eiginmaðurinn (sem var mjög efins um þetta ævintýri) er meira að segja búinn að eigna sér eina af litlu skúffunum undir lykla og síma, sem er gott mál svo fremi sem ég fæ að halda áfram að draga heim húsgögn!

Eins og sést þá var gripurinn ekki mikið fyrir augað, ég splæsti í tekkolíu og veggfóðurslím hjá Litalandi, veggfóðrið átti ég fyrir og tíminn sem fór í þetta var um það bil 4 tímar. Ekki amalegt, myndgæðin eru reyndar ekki þau bestu svona í skammdeginu en þið sjáið vonandi muninn!

4 athugasemdir við “Skattholið fína

  1. Geggjað 🙂 Held að mamma hafi átt svona svipað skatthol sem endaði einmitt bara á haugunum fyrir löngu síðan 🙂

  2. Ohhhh synd, þetta eru þvílíkir dýrgripir – ég er í skýjunum að hafa dregið þetta heim af haugunum þrátt fyrir ýmsar efasemdaraddir. Þú færð ekki svona mublur út úr búð, svo mikið er víst!

  3. rakst á bloggið þitt þegar ég var að leita að leiðbeiningum til að gera upp tekk snyrtiborð sem ég var að hirða, mig langar svo að vita hvaða grófleika af sandpappír þú notaðir ??

    • Sæl Hugrún – ég get ómögulega munað hvaða grófleika ég notaði nákvæmlega en mig minnir að þetta hafi verið milligrófur pappír, kanski nær því að vera fínn. Of fínn gerir lítið gagn og of grófur á ekki við nema um stórar skemmdir sé að ræða. Ég pússaði ekki mikið, fór bara létt yfir og kannski aðeins betur þar sem sá mikið á skattholinu. Þú ættir líka að geta fengið ágætis leiðbeiningar hjá starfsfólki byggingavöruverslananna.

      Gangi þér vel 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s