Að búa í Brekkkoti

Að byrja að búa er stórt skref í lífi flestra. Í mínu tilfelli var fyrsta alvöru íbúðin staðsett í Reykjavík. Ég var svo heppin að amma og afi áttu íbúð sem þau leigðu út og þegar ég fór suður í nám stóð íbúðin mér til boða. Ekki skemmdi svo fyrir að þetta var einnig fyrsta íbúð foreldra minna, þannig að ég átti góðar minningar þaðan. Þrátt fyrir að eyða aðeins einu ári í höfuðborginni þá þótti mér ofsa vænt um þessa íbúð, ég gat gleymt mér í vali á rúmfötum, hvaða litur ætti að vera á ruslafötunni inná baði og hvernig servíettur ég ætti að kaupa fyrir fyrsta kaffiboðið.

Þetta hljómar kannski ekki eins og stórvægilegar ákvarðanir en fyrir mér þá skipti hver og ein máli í leit minni að hinu fullkomna heildarútliti heimilisins. Eftir að hafa svo ferðast í þrjú ár um heiminn og stundað nám erlendis festi ég ráð mitt á Íslandi og bý, ásamt verðandi ektamanni, í dásamlegri, lítilli íbúð sem við nefndum Brekkukot.

Brekkukot er eins og strigi fyrir allar okkar hugmyndir, hilla hér, veggfóður þar, púðar um allt, sófinn sem við rákumst á fyrir utan hjá nágrönnum tengdó og hirtum, stólarnir sem bóndinn „bjargaði“ úr Skíðahótelinu, heimasmíðaði rúmgaflinn, kerti um allt og svona mætti lengi telja. Þá má ekki gleyma óstjórnandi hugmyndaflugi mínu sem fær útrás hvort sem er með saumavélina, límbyssuna, sögina eða bara það sem mér dettur í hug fyrir framan mig. Heimilið er okkar griðastaður, það er gaman og gott að fá vini og ættingja í heimsókn og með þessu bloggi er ykkur líka boðið að skyggnast inní kotið okkar.

Með von um að þið hafið gagn og gaman af

María

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s