Flokkaskipt greinasafn: Börn

Hönnunarmars – fyrir börnin

Um síðustu helgi þræddi ég Hönnunarmars og drakk í mig menningu og fallega hönnun. Stemningin var með ólíkindum, margt um mannin og heilmargt að sjá. Mér datt í hug að setja inn nokkra pósta með því helsta sem fyrir augu bar bæði á sýningum og í hinum ýmsu verlsunum.

Fyrst eru það blessuð börnin en mikið var um fallega hönnun bæði í leikföngum, húsbúnaði og fatnaði fyrir þau yngstu. Þetta er mín uppáhöld:

Fallegar tréfígúrur eftir marún design


Barnamatarstell með myndum úr bókinni Dimmalimm – hönnun: Ísafold

ÞÚFI leikstaður fyrir börn – samstarf þriggja hönnuða

Kubbar – eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur í samstarfi við eiginmann hennar

Nýja vor/sumar 2012 línan frá Igló

Bimbi – vegglímmiðar eftir Herdísi Björk Þórðardóttur

Fuglaórói

Ég var að ganga frá pullu sem ég saumaði í vor og afklippurnar virtust ekki ætla að nýtast í neitt. Mig rámaði í að hafa séð snið af litlum fuglum á netinu og ákvað að gera tilraun til þess að endurgera eitthvað í svipuðum dúr. Útkoman varð þrælskemmtileg svo ég ákvað að gera fleiri fugla úr öðrum efnum. Úr varð órói handa litlu barni sem kemur í heiminn eftir þrjár vikur.  Mamman fékk hann í afmælisgjöf og vakti mikla lukku. Ég átti til borða í fallega bleikum lit (það er mjööög líklegt að þetta verði stelpa) og perlur í ýmsum stærðum og eftir smá þolinmæðisvinnu varð úr þetta:
Fuglarnir eru allir úr mismunandi efnum sem þó passa öll saman, þannig geta verðandi foreldrar valið nánast hvaða liti sem er með. Myndirnar eru teknar í flýti en ég vona að þetta sjáist nokkuð skýrt.

Púðadúkka

Vinafólk okkar á dásamlega dóttur sem heitir Snædís, en hún varð tveggja ára fyrr í sumar. Mig langaði til að gera handa henni púðadúkku og sá fyrir mér að það gæti fallið vel í kramið hjá tátu eins og Snædísi. Ég verslaði dúnpúðafyllingu í Rúmfatalagernum, sem ég tók í sundur og bjó til nýtt ver í réttri stærð sem ég fyllti með fiðrinu (ekki góð hugmynd – útskýrist síðar í póstinum). Mér fannst við hæfi að hafa hana í glaðlegum litum og hafði því hvítann í grunninn hjá höfðinu og marglitt efni með. Þetta er úkoman:

Glaðlegir litir

Afmælistáta

Mér fannst praktískara að það væri hægt að taka fyllinguna úr og þvo verið svo ég setti tölur að aftan. Sem reyndist svo vera rétt ákvörðun þar sem að daman er víst ansi dugleg að týna fjaðrirnar sem standa út úr verinu foreldrunum til ama. Stefni á að gera pólýesterfillingu og skipta til að létta ryksugunni þeirra lífið. Sæt gjöf í stúlknaherbergið eða þæginlegur púði á ferðalagi sem virkar líka sem ferðafélagi – verð vonandi komin með nokkur eintök í verslanir fyrir jólin.