Flokkaskipt greinasafn: Ómerkt

Bloggað úr Brekkukoti

Bloggað úr Brekkukoti er lítið hugarfóstur sem nú er orðið að veruleika. Mig hefur lengi langað til þess að vera með nokkurs konar hugmyndablogg þar sem ég gæti rasað út um allt það sem ég framkvæmi í tengslum við heimilið og lífið sjálft og leyft öðrum að njóta.  Markmiðið er að vera með fjölbreyttar hugmyndir allt frá bakstri til handverks ásamt ýmsu öðru sem ég hef áhuga hverju sinni og þykir markvert.

Það er mín von að bloggið verði öðrum til hvatningar og þið lesendur góðir verðið dugleg að segja ykkar álit.

Með sólskin í hjarta – maría