Flokkaskipt greinasafn: Súkkulaðiást

Súkkulaðipar

Tengdamóðir mín færði mér þetta guðdómlega dökka súkkulaði þegar hún kom frá ráðstefnu á Ítalíu. Mér finnst umbúðirnar einstaklega fallegar og ætlaði varla að tíma að opna þær – en sætindaþörf mín varð ofan á og hjálpi mér hvað þetta er gott, sem betur fer þá er eiginmaðurinn ekki hrifinn af dökku súkkulaði þannig að ég sit ein að ljúfmetinu.
Krúttlegt par:

Fallegar umbúðir:

Dásemdin sjálf:

Ég veit ekki með ykkur en einn lítill moli af góðu dökku súkkulaði er að mínu mati miklu betra en heilt stykki af Mars!

S C R A B B L E

Við hjónin elskum Scrabble, þetta einfalda en stórskemmtilega spil er svo miklu meira gefandi heldur en kvöld fyrir framan sjónvarpið. Ekki skemmir að spilið heldur heilasellunum í æfingu og orðaforðinn eykst til muna, þó aðallega hjá mér þar sem bóndinn kann eldgömul orð yfir einfalda hluti eins og t.d. poll og drullu. Stigabókin okkar er ansi áhugaverð og mikil samkeppni í gangi ásamt hlátri og gleði. Það gladdi mig því mikið þegar ég rakst á þetta guðdómlega súkkulaði á rúnti mínum um netið:

Hversu æðislegt væri að bjóða bóndanum uppá súkkulaðiscrabbleflísar með Scrabble leiknum?