Flokkaskipt greinasafn: Veisluhugmyndir

Það er ekkert skemmtilegra en vel heppnuð veisla

Alþjóðlegi strumpadagurinn

Í dag er alþjóðlegi strumpadagurinn en þessar sígildu teiknimyndir eru órjúfanlegur hluti af minni æsku. Ég man eftir tilhlökkuninni um helgar þegar ég fór með mömmu og pabba í Hagkaup í Skeifunni því þar var sjónvarpsherbergi fyrir börn og strumparnir ætíð á skjánum.
Þegar við hjón vorum að plana brúðkaupið okkar veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að hafa kökutopp á eftirréttahlaðborðinu. Ég var búin að skoða mikið á netinu og velja þrjá sem mér leyst á og sýndi eiginmanninum sem hafði ekki mikla skoðun á þessum málum.
Ég rakst svo á þessi:

og sýndi eiginmanninum tilvonandi meira í gríni en alvöru og hann varð svo yfir sig hrifinn að ég átti ekki til orð. Hjónaband snýst um málamiðlanir og þó svo að ég hefði frekar viljað kökutopp sem passaði öðrum skreytingum þá fannst mér svo æðislegt hversu upprifinn eiginmaðurinn var af þessari tillögu að ég pantaði strumpahjúin og lítið hús með. Þau standa nú uppí hillu og minna ekki bara á dásamlegann dag heldur líka það að halda í barnið í sjálfum okkur.

Aftur í gírinn

Þá er fyrsta skólaárinu lokið með glans, væri alveg til í að hoppa yfir sumarið og byrja strax aftur. Og þó, við hjú stöndum enn og aftur í flutningum þar sem að leiguíbúðin okkar fagra seldist, þakka fyrir að hafa ekki verið búin að taka uppúr öllum kössum. Stórafmæli eiginmannsins er framundan og ég ætla að reyna að gera öllum kræsingum skil með myndum og uppskriftum! Ætla líka að koma með nokkrar tillögur að brúðkaupstengdum verkefnum sem við framkvæmdum fyrir stóra daginn okkar á síðasta ári og er þetta aðdragandinn að því:

Við giftum okkur í Nóvember og völdum okkur litapalettu samkvæmt því, hvítur, silfraður, blár, grár og brúnn urðu fyrir valinu og svo var unnið í kringum það. Læt hér fylgja með litapalettuna og svo fljúga vonandi inn blogg í framhaldinu!