Greinasafn fyrir merki: fuglaórói

Fuglaórói

Ég var að ganga frá pullu sem ég saumaði í vor og afklippurnar virtust ekki ætla að nýtast í neitt. Mig rámaði í að hafa séð snið af litlum fuglum á netinu og ákvað að gera tilraun til þess að endurgera eitthvað í svipuðum dúr. Útkoman varð þrælskemmtileg svo ég ákvað að gera fleiri fugla úr öðrum efnum. Úr varð órói handa litlu barni sem kemur í heiminn eftir þrjár vikur.  Mamman fékk hann í afmælisgjöf og vakti mikla lukku. Ég átti til borða í fallega bleikum lit (það er mjööög líklegt að þetta verði stelpa) og perlur í ýmsum stærðum og eftir smá þolinmæðisvinnu varð úr þetta:
Fuglarnir eru allir úr mismunandi efnum sem þó passa öll saman, þannig geta verðandi foreldrar valið nánast hvaða liti sem er með. Myndirnar eru teknar í flýti en ég vona að þetta sjáist nokkuð skýrt.