Rice Krispies

Eftirlæti allra barna og eitthvað sem fullorðnir stelast til að fá sér af í öllum barnaafmælum, Rice Krispies kökur geta ekki klikkað. Mamma gerði kransakökur úr þessu einfalda hráefni fyrir fermingar okkar systkina og vakti alltaf mikla lukku þar sem marsipan er ekki mitt eftirlæti. Eftirfarandi er uppskrift sem er lausari í sér en uppskriftin hennar mömmu, en engu að síður mjög góð:

100 gr mars
100gr suðusúkkulaði
10 mtsk sýróp
120 gr smjörlíki

Allt brætt vel saman í potti, tekið af hitanum og 200gr af Rice Krispies blandað út í, passa að hræra vel. Smjörpappír settur í ferkantað mót (1-2 fer eftir stærð), blöndunni hellt ofan í og þjappað mjög vel. Kælt og skorið í ferninga.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s